Hafðu samband
+354-661-9112

Um þjónustuna

Á Sandhólaferju er rekin dýralæknastofa, hestaspítali  og sæðingastöð þar sem einnig eru framkvæmdir fósturvísaflutningar. Á staðnum er gott úrval  stóðhesta sem verða í sæðingum sem og hestar sem verða í hólfum ásamt hryssum. Öll hólfin eru nálægt bænum og fylgst er með graðhestum og hryssuhópum þeirra daglega . Sandhólaferja er stórt land sem telur um 1500 hektara af graslendi og búið er að hólfa niður 24 hólf með stóðhestahald í huga og er því aðstaðan til stóðhestahalds upplögð.

Daglega keyra af bænum þrír fullbúnir dýralæknabílar með innbyggðu röngtentæki þannig að hægt er að röngtenmynda hesta á staðnum. Það er mikill kostur fyrir hestaeigendur að þurfa ekki að flytja hesta langar leiðir til þess að framkvæma þessar heilbrigðisskoðanir og taka röngtenmyndir .  Á Sandhólaferju erum við með fullkomin dýraspýtala með aðstöðu til að taka á móti stórum sjúklingum sem og smáum. Á spítalanum er fullkomið skurðborð fyrir hross. Lasertæki, víbragólf og fullkomin aðstaða til að taka og greina og meðhöndla sæði  frá öllum dýrum. Einnig er hér blóðrannsóknartæki á staðnum.

SONY DSCSONY DSCSONY DSC

Sandhólaferja-samkvæmt íslendingasögum

Bær í neðanverðum Holtum, á bakka Þjórsár. Við Sandhólaferju var einn helsti ferjustaður á Þjórsá fyrrum og mjög fjölfarinn á vorin þegar bændur sóttu verslun á Eyrarbakka allt austan úr Skaftafellssýslum. Var fólk og farangur ferjað en hestar látnir synda. Á þessum stað er áin á annan km á breidd en vestan til í henni eru miklar grynningar sem voru ferjumanni til mikils trafala. Við austurbakka árinnar er móbergshóll sem heitir Ferjuhamar. Þaðan var ferjað.

Vitað er að ferja var komin á ána hjá Sandhólaferju þegar á landnámsöld og er greint frá mannvígum þar við ána.

Árið 1895 var byggð brú á Þjórsá hjá Þjótanda og lagðist þá niður að mestu umferð yfir ána hjá Sandhólaferju.

Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1.0. Námsgagnastofnun 1995.

 • Stódhestar á Sandhólaferju-2014

  Stódhestar á Sandhólaferju-2014
 • info

  Tel: 6619112

  Email: sandholaferja@sandholaferja.is / gummi@sandholaferja.is

  Sandhólaferja 851 Hella

 • Contact Form