Hafðu samband
+354-661-9112

Sæðingar

myndir frá Óðinn

 

          Áður en komið er með hryssu í sæðingu er gott að hafa eftirfarandi í huga:

 •   Hryssan þarf að vera örmerkt og folaldið líka sem hennir fylgir. Ef hryssa og eða folald eru það ekki er hægt að gera það hér á staðnum á kostnað eigenda.
 • Þegar staðfest hefur verið fyl í hryssuni verður haft samband við eiganda og hann sækir hryssuna innan 3 daga. 

   Athugið að meri og folald er ávallt á ábyrgð eiganda, meðan hryssan er í hólfi hjá graðhesti, ellegar til meðhöndlunar til sæðinga eða fósturvísaflutninga. En sónarskoðanir og        viðvera í stóðhestahólfum geta haft í för með sér áhættu fyrir viðkomandi hryssu. Eigandi eða löglegur umboðsmaður hans hefur kynnt sér viðkomandi áhættu hjá dýralækni.

 

Þegar hryssa kemur í sæðingu er byrjað á því að athuga hvort æxlunarfæri hennar séu heilbrigð þannig að meðferð á mögulegum sjúkdómum eða breytingum geti hafist strax. Eftir þörfum getur verið æskilegt að bæta við frekari  rannsóknum eins og stroki vegna gruns um sýkla eða sýnistöku úr slímhúðinni í leginu.

Með sónun og skoðun á hryssu sem er í látum er hægt að finna bestu tímasetninguna fyrir sæðingu. Ef sætt er með fersku sæði á helst að sæða rétt fyrir egglos. Eins lengi og sæðið er af góðum gæðum er nóg að sæða hryssuna með 48 tíma millibili. Þetta er tímabilið sem sæðið er vel virkt. Hryssan er aftur skoðuð deginum eftir sæðingu til að finna mögulega bólgu og vökvasöfnun í legi (post breeding endometritis) og meðhöndla það.

Á Sandhólaferju er notast við ferskt sæði úr graðhestum sem eru á staðnum. Eftir sæðistöku og sæðisvinnslu (mælingu á þéttleika sæðis, skoðun á hreyfanleyka sæðisfrumanna og þynningu) eru hryssurnar sæddar strax, þ.e. sæðinu er sprautað með mjúku röri beint inn í legið.

Næsta skref er að staðfesta egglos með sónarskoðun.  Eftir 14 til 16 daga er aftur sónarskoðað og þá athugað hvort fóstur hafi myndast. Ef ekki, er hægt að endurtaka ferlið þegar hryssan er næst í látum.

Sæðing er góð lausn fyrir vandræðahryssur: eins og þær sem sýna ekki greinileg hestalæti, vilja ekki að graðhestur komi  nálægt sér, hafa tilhneigingu til vökvasöfnunar í legi, eða eru með sjúkdóma, sem hægt er að meðhöndla eða koma í veg fyrir.

Á Sandhólaferju var verið að  bæta við tækjabúnað með sæðingar í huga, og fengum við senda til landsins tölvu sem metur  gæði sæðisins enn frekar. Um er að ræða tölvu sem telur nákvæmlega heildarmagn sæðisfruma og metur gæði sæðisins á margvíslegan hátt.  Einnig er komið í húsið svokölluð gervimeri sem á að auðvelda sæðistöku stóðhesta.

 • Stódhestar á Sandhólaferju-2014

  Stódhestar á Sandhólaferju-2014
 • info

  Tel: 6619112

  Email: sandholaferja@sandholaferja.is / gummi@sandholaferja.is

  Sandhólaferja 851 Hella

 • Contact Form