Hafðu samband
+354-661-9112

Fréttir

Sæðingum lokið í ár.

Það er búið að vera mikið að gera í sæðingunum í sumar, enda góðir hestar í boði hér á Sandhólaferju. Allt tekur þetta þó enda og höfum við rekið endahnútinn á sæðingarnar í ár. Flestir hestar komnir til síns heima, nema "útihestarnir" þá helst.

Erill.

Það er búinn að vera mikill erill (vægt til orða tekið) síðan eftir Landsmót. Hryssur hafa streymt að í löngum bunum og sæðingar og fósturvísaflutningar verið í algleymi, enda mikið að góðum hestum hér á Ferju þetta árið. Svo er að vona að þetta stúss skili árangri með fallegum hópi af folöldum næsta sumar.

Jakobína og Barón á LM2011

Frúin á bænum tryggði sér farseðil á LM 2011 um Hvítasunnuhelgina. Hún mætti með Barón frá Reykjaflöt í úrtöku í B Flokki fyrir hestamannafélagið Geysi og tryggði sér sæti með einkunina  8,46. Það eru því 3 hross sem fara norður, Spilda frá Búlandi í flokki kynbótahryssna 7.v. og eldri, en Spilda hækkaði í yfirliti í 8,67 fyrir hæfileika !  Ómar í ...

Ómar með Gulltopp og Snót.

Ómar tók þátt í úrtöku Geysis fyrir LM 2011 í barnaflokki. Ómar mætti með tvö hross, þau Snót frá Kálfholti og stóðhestinn Gulltopp frá Þjóðólfshaga. Hann endaði með tvö efstu hrossin, með Snót og einkunina 8,29 og með Gulltopp fengu þeir félagar 8,38 ! Glæsilegur árangur hjá honum :-)

Spilda í frábæran dóm !

Spilda okkar frá Búlandi fór í flottar tölur á Hellu í gær. Setin af Sigga Sig. Eins og stendur er hún 4 yfir landið í flokki 7 vetra og eldri, sem komnar eru með farseðil á LM 2011. Aðaleinkunn: 8,35  

Mikið að gera í stóðhestastússi.

Það er allt komið á fullt í stóðhestastússinu. Snillingarnir Krákur, Korgur Spuni, Héðinn og Kjarni eru mættir í vinnuna, og það er því nóg að gera í sónarskoðunarbásnim hjá Petru alla daga. Smellti inn hér mynd af einni dömu í skoðun.

Krákur bankar á dyrnar…

Krákur frá Blesastöðum á góða möguleika á að ná fyrstu verðlaunum fyrir afkvæmi fyrir LM2011. Hann á nú 17 fulldæmd afkvæmi og níu þeirra eru með fyrstu verðlaun... sjá nánar á Hestablaðið.  Krákur er í sæðingum hér á Sandhólaferju í allt sumar.

Héðinn frá Feti kemur í dag

Kappinn Héðinn frá Feti kemur í dag. Hann verður hér í sæðingum.

Spuni frá Vestukoti verður í sæðingum !

Spuni fékk góðan dóm á Héraðssýningunni á Sörlastöðum í Hafnarfirði og hefur óskum um að koma hryssum til hans aukist  mikið. Til að ná að sinna þeim hryssum sem eiga pantað undir hestinn verður boðið upp á sæðingar hér í Sandhólaferju, bæði fyrir og eftir landsmót. Hestar og Hestamenn / Spuni alvöru gæðingur !

Jakobína og Barón frá Reykjaflöt

Jakobína tók þátt í íþróttamóti Geysis á Baróni frá Reykjaflöt. Þau gerðu sér lítið fyrir og unnu B-Úrslit og enduðu í 3 sæti í A-Úrslitum í 1-flokki með einkunina 6,87

 • Stódhestar á Sandhólaferju-2014

  Stódhestar á Sandhólaferju-2014
 • info

  Tel: 6619112

  Email: sandholaferja@sandholaferja.is / gummi@sandholaferja.is

  Sandhólaferja 851 Hella

 • Contact Form