Hafðu samband
+354-661-9112

Fósturvísaflutningar

Hér er mynd af vikugömlum fósturvísi

Hér er mynd af vikugömlum fósturvísi

     Áður en komið er með hryssu í  fósturvísaflutning er gott að hafa eftirfarandi í huga:

 •   Hryssan þarf að vera örmerkt og folaldið líka sem hennir fylgir. Ef hryssa og eða folald eru það ekki er hægt að gera það hér á staðnum á kostnað eigenda.
 • Þegar staðfest hefur verið fyl í hryssuni verður haft samband við eiganda og hann sækir hryssuna innan 3 daga. 

   Athugið að meri og folald er ávallt á ábyrgð eiganda, meðan hryssan er í hólfi hjá graðhesti, ellegar til meðhöndlunar til sæðinga eða fósturvísaflutninga. En sónarskoðanir og           viðvera í stóðhestahólfum geta haft í för með sér áhættu fyrir viðkomandi hryssu. Eigandi eða löglegur umboðsmaður hans hefur kynnt sér viðkomandi áhættu hjá dýralækni.

 

Sumarið 2010 fóru fyrstu fósturvísarflutningarnir fram á Sandhólaferju. Fengum við til liðs við okkur dýralækninn dr.Petru Koblischke frá Þýskalandi, sem er með doctorsgráðu í sæðingum og fósturvísaflutningum. Hún hefur mikla reynslu á þessu sviði og hefur unnið á ýmsum sæðingastöðum í Evrópu.

Fósturvísarflutningur felst í því að fóstri er fært úr móðurhryssu yfir í staðgönguhryssu sem tekur að sér hlutverk móðurhryssunar, þ.e.a.s. að ganga með folaldið og ala það. Því þarf í það minnsta að hafa að tvær merar: gjafarmeri og fósturmeri. Þessi framkvæmd nýtist vel fyrir hryssur sem á að nota til reiðar, t.d. í keppni eða kynbótahryssur sem stefnt er á að sýna í kynbótadóm og jafnframt fá folald samhliða undan. Einnig hentar þetta vel fyrir hryssur sem út af aldri eða heilsufari geta ekki gengið með fóstur. Mikilvægt er að góðar fósturmæður verði fyrir valinu. Þetta þurfa að vera frekar ungar og heilbrigðar hryssur, og best er ef þær hafi átt að minnsta kosti eitt folald.

Gjafahryssan verður, til að byrja með, rannsökuð með tilliti til heilbrigðis æxlunarlíffæra og þegar hún er í látum, er hún sædd eða haldið undir graðhest. Í framhaldinu er daglega framkvæmd sónarskoðun til að  staðsetja nákvæmlega tímapunkt eggloss. Samtímis velst fósturmóðir sem er á sama tíma  með egglos einum degi á undan gjafahryssunni. Til að fá góða samsvörun þurfa tvær til þjár fósturmæður að vera til taks.

Á sjöunda degi eftir egglos er fósturvísirnum skolað úr gjafahryssunni. Skolvatnið fer í gegnum sigti til að finna fósturvísi undir víðsjá. Fósturvísirinn er svo dreginn upp í sérhannaða sprautu og sprautaður beint í leg fósturmóðurinnar.

Eftir um það bil sjö daga er hægt að sjá hvort fósturvísisflutningurinn hefur tekist.

 • Stódhestar á Sandhólaferju-2014

  Stódhestar á Sandhólaferju-2014
 • info

  Tel: 6619112

  Email: sandholaferja@sandholaferja.is / gummi@sandholaferja.is

  Sandhólaferja 851 Hella

 • Contact Form