Hafðu samband
+354-661-9112

Mikið að gera í stóðhestastússi.

Það er allt komið á fullt í stóðhestastússinu. Snillingarnir Krákur, Korgur Spuni, Héðinn og Kjarni eru mættir í vinnuna, og það er því nóg að gera í sónarskoðunarbásnim hjá Petru alla daga. Smellti inn hér mynd af einni dömu í skoðun.

Krákur bankar á dyrnar…

Krákur frá Blesastöðum á góða möguleika á að ná fyrstu verðlaunum fyrir afkvæmi fyrir LM2011. Hann á nú 17 fulldæmd afkvæmi og níu þeirra eru með fyrstu verðlaun... sjá nánar á Hestablaðið.  Krákur er í sæðingum hér á Sandhólaferju í allt sumar.

Héðinn frá Feti kemur í dag

Kappinn Héðinn frá Feti kemur í dag. Hann verður hér í sæðingum.

Spuni frá Vestukoti verður í sæðingum !

Spuni fékk góðan dóm á Héraðssýningunni á Sörlastöðum í Hafnarfirði og hefur óskum um að koma hryssum til hans aukist  mikið. Til að ná að sinna þeim hryssum sem eiga pantað undir hestinn verður boðið upp á sæðingar hér í Sandhólaferju, bæði fyrir og eftir landsmót. Hestar og Hestamenn / Spuni alvöru gæðingur !

Jakobína og Barón frá Reykjaflöt

Jakobína tók þátt í íþróttamóti Geysis á Baróni frá Reykjaflöt. Þau gerðu sér lítið fyrir og unnu B-Úrslit og enduðu í 3 sæti í A-Úrslitum í 1-flokki með einkunina 6,87

Fótaburðahesturinn Korgur mættur !

Korgur frá Ingólfshvoli er kominn í hús og verður í sæðingum fram að Landsmóti, og svo áfram eftir landsmót. Hestablaðið / Ný stjarna í röðum stóðhesta

Petra er mætt :-)

Hin snjalla Petra frjósemisgyðja er mætt, ásamt honum Marteini syni sínum. Petra ætlar að starfa á Sandhólaferju í allt sumar við sæðingarnar og fósturvísaflutninga.

Krákur kominn í sæðingar !

Meistari Krákur er mættur og verður í sæðingum á Sandhólaferju í allt sumar. Hestablaðið / Krákur með 17 dæmd afkvæmi Hestablaðið / Krákur kvittar undir !

Kjarni frá Þjóðólfshaga

Kjarni er kominn í hús og verður hér á Sandhólaferju í sæðingum í allt sumar.

Reykjavíkurmeistaramót.

Jakobína og Barón frá Reykjaflöt mættu til leiks á Reykjavíkurmeistaramót. Keptu í 1 flokki, Fjórgangi. Þau komust í B-Úrslit og enduðu í öðru sæti í B-Úrslitum með einkunina 6,9

 • Stódhestar á Sandhólaferju-2014

  Stódhestar á Sandhólaferju-2014
 • info

  Tel: 6619112

  Email: sandholaferja@sandholaferja.is / gummi@sandholaferja.is

  Sandhólaferja 851 Hella

 • Contact Form