Hafðu samband
+354-661-9112

Konsert frá Korpu mættur.

Um Konsert

Konsert frá Korpu er tvímælalaust einn áhugaverðasti stóðhesturinn á Íslandi í dag.

Hann er eini stóðhesturinn sem hefur staðið efstur í sínum flokki í einstaklingsdómi á Landsmóti, tvö Landsmót í röð, fyrst í 6 vetra flokki á LM2011 og svo í 7 vetra flokki 2012.

Konsert hefur meðal annars hlotið í kynbótadómum 9 tölt/ 9 brokk/ 9 skeið/ 9 vilja/ 9 vilja og geðslag/ 9 fegurð í reið/ 9 hægt tölt.

Hæst hefur hann fengið 8,61 í aðaleinkunn.

Konsert er jafnframt frábær keppnishestur með einstakt geðslag, en hann vann Meistaradeildina í fimmgangi 2012 og varð Reykjavíkurmeistari í fimmgangi 2013

 

 

ÆTT OG UPPRUNI

Konsert er undan Sæ frá Bakkakoti og gæðingamóðurinni Hátíð frá Hellu.

Ættirnar eru varðaðar gæðingum.

 • Sær er undan Orra frá Þúfu, Oturssyni frá Sauðárkróki, og Sælu frá Bakkakoti, Ófeigsdóttur frá Flugumýri.
 • Hátíð er undan Gáska frá Hofsstöðum og Nönu frá Hellu, Hrafnsdóttur frá Holtsmúla.

 

GÓÐ LUND

Aðall Konserts, fyrir utan fagra og trausta byggingu og úrvals gangtegundir, er góð lund.

Hann er einstaklega ljúfur og traustur og hefur gaman að því að leika sér með manninum, eins og þetta myndband sýnir best: HÉR

 

Allar nánari upplýsingar fást á eftirfarandi heimasíðum:

 www.konsert.is

 • Stódhestar á Sandhólaferju-2014

  Stódhestar á Sandhólaferju-2014
 • info

  Tel: 6619112

  Email: sandholaferja@sandholaferja.is / gummi@sandholaferja.is

  Sandhólaferja 851 Hella

 • Contact Form